Arkitektúr sem skapar hlýju og jafnvægi

Cassaro Ark var stofnað árið 2008 af Margréti Cassaro, sem hefur starfað bæði á Íslandi og í Noregi eftir menntun sína í Danmörku.

Hún útskrifaðist sem tækniteiknari árið 1999, iðnfræðingur 2001 og sem byggingarfræðingur árið 2004.

Í Hafnarfirði rak hún Sólark arkitekta frá árinu 2004-2008, en stofnaði síðar Cassaro Ark sem hún hefur rekið samhliða störfum sínum í Noregi og á Íslandi.

Í gegnum árin hefur Margrét komið að fjölbreyttum verkefnum og safnað víðtækri reynslu í faginu. Hún hefur sérhæft sig í að tengja faglega nákvæmni við skapandi hugsun og leggur sérstaka áherslu á að hönnun endurspegli bæði þarfir fólks og möguleika rýmisins.

Margrét Cassaro, byggingafræðingur og eigandi Cassaro Ark, brosandi í náttúrulegu ljósi.